mið 14.sep 2022
Ástríðan - 21. umferð - Allt klárt í öllum deildum, afsökunarbeiðni og rýnt í gamla spá

Ástríðan er í boði Bola, Acan.is, JakoSport, ICE, Preppbarsins og svo er nýjasti vinur Ástríðunnar í miðbænum Session Craft Bar.

Skytturnar þrjár mættar til þess að fara yfir liðna helgi þegar spiluð var 21.umferð í báðum deildum.

Meðal umræðuefnis:

- Víðismenn tapa tveimur í röð á heimavelli

- Dalvík og Sindri tryggja sér sæti í 2.deild

- Þjálfarinn byrjaði fyrir Kormák/Hvöt

- Maggi Matt átti að fá rautt en skoraði svo þrennu

- Julio Cesar skoraði fjögur á Reynismenn sem mættu til að tapa

- ÍH öruggir annað árið í röð eftir að allir spáðu þeim niður

Hlustaðu í spilaranum hér, í Podcast appinu eða á Spotify.