mið 14.sep 2022
Fjórtán stuðningsmenn Dinamo Zagreb handteknir í Mílanó
Stuðningsmenn Dinamo Zagreb á heimavelli Vals.
Klukkan 16:45 hefst leikur AC Milan og Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.

Lögreglan í Mílaní hefur handtekið fjórtán harðkjarna stuðningsmenn Dinamo Zagreb í aðdraganda leiksins, menn sem voru meðal annars vopnaðir hnífum og með reyksprengjur.

Um fjögur þúsund meðlimir í hópi harðkjarna stuðningsmanna Dinamo liðsins verða viðstaddir leikinn á Stadio Giuseppe Meazza. Þeir verða látnir sitja á sérstökum stað á leikvangnum til að reyna að koma í veg fyrir að einhverju verði kastað inn á völlinn.

Löggæsla er sérstaklega mikil kringum leikinn sem hefst 18:45 að staðartíma. Borgaryfirvöld hafa bannað sölu á áfengum drykkjum í miðbænum í kvöld til að reyna að forðast ofbeldisfulla hegðun.