mið 14.sep 2022
Marvin og Silas framlengja við Vestra út 2024
Silas
Vestri tilkynnti í dag að þeir Silas Songani (1989) og Marvin Darri Steinarsson (2001) hafi framlengt samninga sína við félagið.

Silas er sóknarmaður sem kom frá Simbabve fyrir tímabilið. Marvin er markvörður sem kom til Vestra frá Víkingi Ólafsvík fyrir tímabilið. Báðir skrifa þeir undir samning sem gildir út tímabilið 2024.

Í sumar hefur Marvin varið mark Vestra í ellefu leikjum og Silas hefur komið við sögu í fjórtán leikjum. Í þeim hefur hann skorað tvö mörk.

Silas er fyrrum landsliðsmaður Simbabve. Hann var síðast valinn í landsliðið á síðasta ári.