mið 14.sep 2022
[email protected]
Klöppuðu fyrir Tuchel á 21. mínútu
 |
Thomas Tuchel |
Stuðningsmenn Chelsea kvöddu Thomas Tuchel í kvöld með standandi lófaklappi í leik liðsins gegn Red Bull Salzburg í Meistaradeild Evrópu.
Tuchel var látinn fara eftir 1-0 tap Chelsea gegn Dinamo Zagreb í síðustu viku og var Graham Potter ráðinn í hans stað.
Þýski stjórinn vann Meistaradeild Evrópu og HM félagsliða á tíma hans hjá Chelsea.
Stuðningsmenn vildu kveðja hann í kvöld og klöppuðu því fyrir Tuchel á 21. mínútu leiksins til minningar um Evrópumeistaratitilinn sem liðið vann á síðasta ári.
Tuchel greinilega í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.
|