fim 15.sep 2022
Elías ekki í hópnum gegn Lazio
Elías verður ekki með gegn Lazio í dag.
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson er ekki búinn að jafna sig af meiðslum sínum og er ekki í leikmannahópi danska liðsins Midtjylland sem tekur á móti Lazio í Evrópudeildinni í dag.

Elías hefur verið utan hóps vegna meiðsla síðustu tvo leiki en hann hafði misst sæti sitt í byrjunarliðinu og vermt varamannabekkinn leikina tvo þar á undan.

Jonas Lössl hefur staðið í markinu.

Midtjylland tapaði 1-0 fyrir Sturm Graz í fyrstu umferð F-riðils Evrópudeildarinnar.

Á morgun verður opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir vináttuleik gegn Venesúela og Þjóðadeildarleik gegn Albaníu. Samkvæmt upplýsingum frá Midtjylland eru meiðsli Elíasar ekki alvarleg og má búast við því að hann verði í hópnum.

Sjá einnig:
Evrópudeildin í dag - Man Utd í Moldóvu