fim 15.sep 2022
Ivan Toney í enska landsliðshópnum
Ivan Toney verður í enska landsliðinu.
Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, er í enska landsliðshópnum sem verður opinberaður á eftir. Toney hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu, skorað fimm mörk í sex leikjum.

Þessi 26 ára sóknarmaður á möguleika á að sýna sig og sanna enn frekar fyrir Gareth Southgate landsliðsþjálfara og reyna að vinna sér inn sæti fyrir HM í Katar.

Enski sóknarmaðurinn Harry Kane hefur fest sig í sessi sem sóknarmaður Southgate númer eitt en hart er barist um að vera varaskeifa hans.

Ollie Watkins, Dominic Calvert-Lewin, Callum Wilson og Patrick Bamford eru meðal þeirra sem hafa fengið tækifæri en ekki tekist að eigna sér fast sæti í hópnum.

Þeir þrír síðastnefndu hafa verið að glíma við meiðsli og Toney náð að komast ofar í goggunarröðina.