fim 15.sep 2022
Að Haaland muni skora yfir 100 mörk ef hann heldur svona áfram
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland var auðvitað á skotskónum í gærkvöldi er Manchester City vann 2-1 sigur gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni.

Sjá einnig:
Sjáðu frábær mörk Man City - Ótrúlegt sigurmark Haaland

Haaland var keyptur til Man City í sumar frá einmitt Dortmund en hann hefur farið stórkostlega af stað hjá nýju félagi - betur en margir höfðu búist við.

Hann er búinn að skora tíu mörk í sex deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann er alls búinn að gera 13 mörk í níu leikjum á þessari leiktíð.

Sky Sports hefur komist að þeirri niðurstöðu að Haaland muni skora 102 í öllum keppnum með félagsliði sínu ef hann heldur áfram á sömu braut. Það er að segja ef City fer alla leið í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Haaland hefur farið ótrúlega af stað en það er erfitt að sjá hann halda áfram á sömu braut - eða hvað?

Hægt er að lesa grein Sky Sports með því að smella hérna.