fim 15.sep 2022
Enski landsliðshópurinn: Maguire valinn en ekki Sancho
Harry Maguire vermir varamannabekk Manchester United en er valinn í enska landsliðið.
Gareth Southgate velur aðeins fimm miðjumenn.
Mynd: EPA

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, opinberaði í dag hópinn sem mætir Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði.

Eins og lekið hafði út var Ivan Toney, sóknarmaður Brentford, valinn í hópinn. Toney er 26 ára og hefur skorað fimm mörk í sex úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili

Markvörðurinn Jordan Pickford er meiddur og Dean Henderson er valinn í hópinn. Þá eru varnarmennirnir Eric Dier og Ben Chilwell mættir aftur. Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, er fjarverandi vegna meiðsla en athygli vekur að aðeins fimm miðjumenn eru í hópnum.

Varnarmennirnir Harry Maguire og Luke Shaw í Manchester United eru í hópnum en ekki liðsfélagar þeirra Marcus Rashford og Jadon Sancho. Rashford er að glíma við vöðvameiðsli en ekki er pláss fyrir Sancho.

Þetta eru síðustu keppnisleikir Englands fyrir HM sem hefst í Katar í nóvember.

Markverðir: Nick Pope (Newcastle), Aaron Ramsdale (Arsenal), Dean Henderson (Nottingham Forest, on loan from Manchester United).

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Chelsea), Conor Coady (á láni hjá Everton frá Wolves), Eric Dier (Tottenham), Marc Guehi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Harry Maguire (Manchester United), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Fikayo Tomori (AC Milan), Kieran Trippier (Newcastle), Kyle Walker (Manchester City).

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham), James Ward-Prowse (Southampton).

Sóknarmenn: Tammy Abraham (Roma), Jarrod Bowen (West Ham), Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham), Bukayo Saka (Arsenal), Raheem Sterling (Chelsea), Ivan Toney (Brentford).