fös 16.sep 2022
Í beinni - Fréttamannafundur Íslands
Boðað er til fjölmiðlafundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag, föstudaginn 16. september kl. 13:15.

Efni fundarins er leikmannahópur A landsliðs karla fyrir tvo leiki liðsins sem eru framundan – vináttuleikur við Venesúela í Vín, Austurríki 22. september og leikur í Þjóðadeild UEFA við Albaníu ytra 27. september.

Sjá einnig:
Svona gæti landsliðshópurinn litið út

Leikmannahópur U21 landsliðs karla fyrir komandi EM-umspilsleiki gegn Tékklandi verður einnig birtur og verður Davíð Snorri Jónasson þjálfari íslenska liðsins til viðtals að loknum fjölmiðlafundinum.

Fótbolti.net verður með beina textalýsingu frá fundinum