fim 15.sep 2022
[email protected]
Andy Carroll aftur til Reading og verður í treyju númer 2 (Staðfest)
Sóknarmaðurinn Andy Carroll hefur skrifað undir stuttan samning við Reading, til fjögurra mánaða eða fram í miðjan janúar.
Hinn 33 ára Carroll gerði samskonar samning við Reading á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk í sex leikjum. Hann fór svo til West Bromwich Albion seinni hluta tímabilsins og skoraði þrjú mörk til viðbótar á tímabilinu.
Þessi reynslumikli sóknarmaður lék fyrir Liverpool, West Ham, Newcastle og enska landsliðið fyrr á ferlinum.
Hann leyfði börnunum sínum að velja treyjunúmerið og þar sem dóttir hans á tveggja ára afmæli valdi hún treyju númer 2.
Reading er í fjórða sæti ensku B-deildarinnar, Championship-deildarinnar, þegar níu umferðum er lokið.
|