fim 15.sep 2022
Byrjunarlið Silkeborg og West Ham: Stefán Teitur byrjar
Stefán Teitur mætir West Ham
Silkeborg og West Ham eigast við í 2. umferð í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld en hann hefst klukkan 19:00. Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Silkeborg.

West Ham vann 3-1 sigur á Steaua Bucharest í fyrstu umferðinni á meðan Silkeborg tapaði fyrir Anderlecht, 1-0.

Leikurinn fer fram í Danmörku og eru byrjunarliðin klár. Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er á sínum stað í liði Silkeborg.

Lucas Paqueta, Gianluca Scamacca og Emerson Palmieri eru allir í liði West Ham.

Silkeborg: Larsen; Sonne, Salquist, Felix, Engel; Kiynge, Brink, Thordarson; Tengstedt, Helenius, Kusk

West Ham: Aréola; Coufal, Kehrer, Dawson, Cresswell; Cornet, Lanzini, Rice, Emerson; Paquetá, Scamacca.