fim 15.sep 2022
Fagnaði með því að sýna legghlífarnar sem hann fékk í gjöf frá ungum stuðningsmanni
Jadon Sancho með legghlífarnar í kvöld
Enski kantmaðurinn Jadon Sancho skoraði fyrra mark Manchester United gegn Sheriff í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn er spilaður í Moldóvu. Staðan er 2-0 fyrir United.

Sancho kom United á bragðið á 17. mínútu eftir sendingu frá Christian Eriksen.

Englendingurinn fagnaði með því að taka upp legghlíf úr sokknum og sýna en þær eru sérmerktar honum.

Það áhugaverða við legghlífarnar er það að hann fékk þær í gjöf frá ungum stuðningsmanni á dögunum sem vildi sérstaklega heilsa upp á Sancho til að afhenda honum gjöfina.

Stuðningsmaðurinn er eflaust yfir sig ánægður með að Sancho hafi ákveðið að nota hlífarnar en það má sjá myndskeið af því þegar hann afhendir leikmanninum búnaðinn og svo fagn Sancho í kvöld.