fim 15.sep 2022
Evrópudeildin: Fyrsta mark Ronaldo á tímabilinu - Midtjylland niðurlægði Lazio
Cristiano Ronaldo skorar af vítapunktinum
Leikmenn Midtjylland fagna fjórða marki liðsins gegn Lazio
Mynd: EPA

Lazio tapaði stórt
Mynd: EPA

Feyenoord vann 6-0 sigur
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu í 2-0 sigri Manchester Untied á Sheriff í Evrópudeildinni í kvöld en liðin áttust við í Moldóvu. Danska liðið Midtjylland skellti þá óvænt, 5-1.

Ronaldo byrjaði annan leik sinn í Evrópudeildinni á tímabilinu og ætlaði sér að nýta tímann.

Jadon Sancho kom United yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Christian Eriksen og þá gerði Ronaldo annað markið undir lok fyrri hálfleiks er heimamenn brutu á Diogo Dalot í teignum. Hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu og fagnaði fyrsta marki tímabilsins.

Christian Eriksen var að eiga góðan leik á miðsvæðinu hjá United en annars náður leikmenn Sheriff að halda leikmönnum á borð við Ronaldo og Antony í skefjum mest allan leikinn.

Gestirnir gátu þó farið sáttir með þrjú stig. Lokatölur 2-0 og United með 3 stig eftir tvo leiki.

Danska liðið Midtjylland fór illa með Lazio með því að vinna 5-1 sigur í Danmörku í kvöld.

Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum frá Paulinho og Sory Kaba. Evander bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu áður en Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir ítalska liðið.

Gustav Isaksen og Erik Sviatchenko bættu við tveimur mörkum fyrir Midtjylland áður en flautað var til leiksloka. Stór sigur hjá Midtjylland sem fagnar fyrsta sigri sínum í riðlakeppninni.

Elías Rafn Ólafsson var ekki með Midtjylland í dag vegna smávægilegra meiðsla.

Úrslit og markaskorarar:

E-riðill:

Real Sociedad 2 - 1 Omonia
1-0 Ander Guevara ('30 )
1-1 Bruno ('72 )
2-1 Alexander Sorloth ('80 )

Sherif 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Jadon Sancho ('17 )
0-2 Cristiano Ronaldo ('39 , víti)

F-riðill:

Midtjylland 5 - 1 Lazio
1-0 Paulinho ('26 )
2-0 Sory Kaba ('30 )
3-0 Evander ('52 , víti)
3-1 Sergej Milinkovic-Savic ('57 )
4-1 Gustav Isaksen ('67 )
4-1 Evander ('67 , Misnotað víti)
5-1 Erik Sviatchenko ('72 )

Feyenoord 6 - 0 Sturm
1-0 Alireza Jahanbakhsh ('9 )
2-0 David Hancko ('31 )
3-0 Danilo ('34 )
4-0 Alireza Jahanbakhsh ('41 )
5-0 Santiago Gimenez ('66 )
6-0 Oussama Idrissi ('78 )

G-riðill:

Olympiakos 0 - 3 Freiburg
0-1 Nicolas Hofler ('5 )
0-2 Michael Gregoritsch ('25 )
0-3 Michael Gregoritsch ('53 )

Qarabag 3 - 0 Nantes
1-0 Owusu ('60 )
2-0 Abdellah Zoubir ('65 )
3-0 Marko Jankovic ('72 )

H-riðill:

Trabzonspor 2 - 1 Crvena Zvezda
1-0 Marek Hamsik ('16 )
2-0 Trezeguet ('68 )
2-1 Veljko Nikolic ('89 )
Rautt spjald: Kings Kangwa, Crvena Zvezda ('63)

Monaco 0 - 1 Ferencvaros
0-1 Balint Vecsei ('80 )