fim 15.sep 2022
Dreymir um að spila fyrir Liverpool
Joao Gomes
Joao Gomes, miðjumaður Flamengo í Brasilíu, dreymir um að spila fyrir Liverpool.

Gomes, sem er 21 árs gamall, hefur verið að standa sig vel með Flamengo síðasta árið og eru tvö lið sem eru sögð fylgjast náið með honum.

Brasilískir miðlar segja að Liverpool og Manchester United hafi áhuga á því að fá hann.

Hann er mjög heillaður af Liverpool og væri helst til í að spila fyrir félagið en þetta sagði hann á Instagram er hann var spurður hvar hann væri helst til í að spila.

„Liverpool er lið sem ég væri til í að spila fyrir. Ég þrái það mest af öllu að spila þar. Það að spila í Meistaradeildinni er svo stærsti draumur minn og fjölskyldu minnar," sagði Gomes.