fim 15.sep 2022
Marsch fær eins leiks bann og sekt
Jesse Marsch
Jesse Marsch, stjóri Leeds United, var dæmdur í eins leiks bann af enska fótboltasambandinu eftir mótmæli hans eftir 5-2 tapið gegn Brentford í byrjun september.

Bandaríski stjórinn fékk rauða spjaldið á 64. mínútu í leiknum eftir að hann trylltist yfir dómgæslu Robert Jones í leiknum.

Crysencio Summerville, leikmaður Leeds, var tekinn niður í teig Brentford.

Ljótt orðbragð Marsch og ógnandi hegðun hans varð til þess að hann fékk eins leiks bann og þurfti að greiða 10 þúsund pund í sekt.

Marsch verður því ekki á hliðarlínunni er Leeds mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni 2. október.