fös 16.sep 2022
Sancho útskýrir legghlífafagnið
Jadon Sancho.
Þegar Jadon Sancho skoraði gegn Sheriff í Moldóvu í Evrópudeildinni í gær tók hann aðra legghlíf sína upp. Sancho var spurður út í þetta efir 2-0 sigur Manchester United.

„Ungur aðdáandi gaf mér legghlífar og bað mig um að vera með þær. Ég sagði að það væri ekkert vandamál og þegar ég skoraði þá ákvað ég að sýna honum að ég væri í legghlífunum sem hann gaf mér," sagði Sancho.

Á myndbandi á samfélagsmiðlum má sjá þegar Sancho veitir eiginhandaráritun fyrir stuðningsmann sem kom að bílnum hans. Strákurinn réttir honum svo sérhannaðar legghlífar með mynd af Sancho.

Faðir stráksins sagði við Sancho að hann þyrfti að klæðast legghlífunum í leiknum og það gerði leikmaðurinn svo sannarlega.Sjá einnig:
Vonsvikinn að vera ekki í landsliðshópnum - „Held áfram að leggja hart að mér"