fös 16.sep 2022
Hanna Kallmaier nefbrotin
Hanna Kallmaier.
Hannah Kallmaier, leikmaður ÍBV, er nefbrotin og það er óvíst hvort hún geti meira verið með á þessari leiktíð.

Hún fékk olnbogaskot í leik gegn Þór/KA á dögunum og þurfti að fara af velli í hálfleik.

Kallmaier er miðjumaður frá Þýskalandi sem kom fyrst hingað til lands árið 2020. Hún hefur leikið vel með ÍBV undanfarið þrjú tímabil og stundum verið fyrirliði liðsins.

Hún verður samingslaus eftir leiktíðina og spurning hvort hún taki fjórða tímabilið í Eyjum.

ÍBV er sem stendur í fimmta sæti Bestu deildarinnar en liðið á heimaleik gegn toppliði Vals á morgun. ÍBV hefur ekki að miklu að keppa þar sem liðið siglir lygnan sjó.