fös 16.sep 2022
Landsliðshópurinn - Aron og Alfreð með - Albert ekki
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, og Aron Einar.
Albert er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Búið er að opinbera A-landsliðshóp karla fyrir komandi verkefni gegn Venesúela og Albaníu.

Stærstu fréttirnar eru þær að Aron Einar Gunnarsson snýr aftur eftir langa fjarveru. Sömuleiðis gera Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson það.

Jóhann Berg Guðmundsson er hins vegar ekki í hópnum.

Þá er það mjög athyglisvert að það er ekkert pláss fyrir Albert Guðmundsson, leikmann Genoa á Ítalíu. Jón Daði Böðvarsson er þá ekki með.

Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor
Elías Rafn Ólafsson - Midtjylland
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking

Varnarmenn:
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir
Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk
Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk

Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark