fös 16.sep 2022
Fjórir ÍR-ingar spila sinn síðasta leik á morgun
Axel Kári Vignisson.
Lokaumferð 2. deildar verður spiluð á morgun en ÍR, sem situr í fimmta sæti, mun fá topplið Njarðvíkur í heimsókn. Njarðvík hefur fyrir nokkru tryggt sér sigur í deildinni og fer upp ásamt Þrótti.

Fjórir ÍR-ingar spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Það eru þeir Axel Kári Vignisson, Eyjólfur Héðinsson, Jón Gísli Ström og Már Viðarsson.

Axel Kári lék fyrst með meistaraflokki ÍR 2007, Eyjólfur 2001, Jón Gísli 2010 og Már 2014.

Lokaumferð 2. deildarinnar:

laugardagur 17. september
13:00 Höttur/Huginn-KF (Vilhjálmsvöllur)
14:00 Reynir S.-KFA (BLUE-völlurinn)
14:00 Þróttur R.-Ægir (AVIS völlurinn)
14:00 Víkingur Ó.-Haukar (Ólafsvíkurvöllur)
14:00 ÍR-Njarðvík (ÍR-völlur)
16:00 Magni-Völsungur (Grenivíkurvöllur)