fös 16.sep 2022
Öfgar með yfirlýsingu út af valinu: Hvaða skila­boð send­ir það?
Aron Einar Gunnarsson.
Af fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ekki spilað með landsliðinu í rúmt ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tekur við fyrirliðabandinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag.

Aron Einar Gunnarsson er í hópnum eftir langa fjarveru.

Aron og Eggert Gunnþór Jónsson voru kærðir síðasta haust en kona sakaði þá um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010.

Héraðs­sak­sóknari felldi niður málið í maí­mánuði síðast­liðnum en sá úr­skurður var kærður og tók ríkis­sak­sóknari þá málið fyrir og er niður­staðan sú að málið hefur nú verið fellt niður.

Því gat Aron snúið aftur í hópinn en reglur KSÍ leyfa það. Samt sem áður er ósætti hjá Öfgum með valið á hópnum. Yfirlýsingu hópsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Yfirlýsing Öfga
Í ljósi þess að Aron Ein­ar hef­ur verið val­inn aft­ur í landsliðið.

Fólk velt­ir því fyr­ir sér hvaða áhrif þetta hef­ur á bar­átt­una. Þetta hef­ur í fyrsta lagi áhrif á þolend­ur og þannig hef­ur þetta áhrif á okk­ur en þetta hef­ur eng­in sér­stök áhrif á bar­átt­una.

Bar­átt­an rís ekki og fell­ur með fót­bolta­mönn­um. Aron Ein­ar er bara enn einn meinti nauðgarinn sem kemst upp með það í skjóli for­rétt­inda af því hann stund­ar tuðru­spark.

Þetta kem­ur okk­ur ekk­ert á óvart, við vor­um bún­ar að búa okk­ur und­ir þetta. Við höld­um bara áfram okk­ar striki, og ef eitt­hvað er þá kynd­ir þetta und­ir eld­móð okk­ar enda mik­il staðfest­ing á öllu sem við höf­um sagt síðustu 15 mánuði og vilj­um berj­ast gegn. Þetta und­ir­strik­ar að mann­orðsmorð eru ekki til, slauf­un­ar­menn­ing á ein­ung­is við þolend­ur og fólk get­ur því hætt að öskra „á að taka menn af lífi án dóms og laga”.

Það er ekki slauf­un að taka pásu í nokkr­ar vik­ur eða mánuði og koma síðan til baka án þess að þurfa svo mikið sem að líta í eig­in barm eða axla ábyrgð.

Þetta staðfest­ir bara að við erum kom­in stutt og að á bar­átt­unni sé þörf. Þetta staðfest­ir orð okk­ar um að lífsviður­væri karla ligg­ur ekki und­ir þó þeir séu sakaðir um of­beldi. Þetta staðfest­ir að nauðgun­ar­menn­ing þrífst inn­an KSÍ og að þolend­um er ekki trúað.

Við sjá­um núna skýra af­stöðu karla­landsliðsins og landsliðsþjálf­ara og okk­ur finnst þá sann­gjarnt að velta hér upp siðferðis­kennd þeirra. Af hverju trúa þeir ekki þolend­um? Af hverju skipt­ir fót­boltaframi og góður ár­ang­ur í fót­bolta meira máli en að trúa og standa með þolend­um? Hvað með þá inn­an liðsins sem vilja ekk­ert með of­beldi hafa, þeir hljóta að vera ein­hverj­ir? Hvernig áhrif mun þetta hafa á móral­inn? Er mórall­inn ekki líka ein­hvers virði?

Ætlum við virk­lega að sýna ung­um iðkend­um sem dreym­ir um að spila fyr­ir landsliðið að Aron Ein­ar, sem kærður var fyr­ir hópnauðgun, sé fyr­ir­mynd? Hvaða skila­boð send­ir það?

Þessi ákvörðun mun fæla aðra þolend­ur frá því að skila skömm­inni og leita rétt­ar síns. Þetta mun vekja upp efa­semd­ir þess efn­is að KSÍ standi með þolend­um. Það er ennþá langt í land að jafna kynja­hall­ann inn­an KSÍ og þessi ákvörðun hjálp­ar ekki að kven­kyns iðkend­ur upp­lifi ör­yggi inn­an fé­lags­ins þegar staðreynd­in er sú að flest­ir þolend­ur eru kon­ur. Kon­ur inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar eiga rétt á því að vera séðar og að á þær hlustað sem og þolend­ur í heild sinni.

Þetta er stærsta æsku­lýðsstofn­un lands­ins. For­gangs­röðunin ætti að vera önn­ur, þar sem ör­yggi og rödd þolenda ætti að vega hærra en að moka inn pen­ing­um frá FIFA út á vel­gengni meintra of­beld­is­manna. Af hverju er liðinu og þjálf­ar­an­um meira annt um að vernda orðspor lú­ins Aron Ein­ars á kostnað þolanda?

KSÍ seg­ist standa með þolend­um, sýnið það þá í verki. Hér er til­valið tæki­færi fyr­ir KSÍ að móta regl­ur varðandi end­ur­komu og end­ur­hæf­ingu. Fyrsta skrefið á þó alltaf að vera að meint­ur ger­andi viður­kenni brot sín, biðjist af­sök­un­ar og bæti sig. Fyr­ir­mynd­ir unga fólks­ins okk­ar á að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Við þurf­um sér­stak­lega betri reglu­gerð utan um niður­felld mál þar sem við vit­um að niður­fell­ing er ekki það sama og sak­leysi. Mun­um að ein­ung­is lág pró­senta mála er byggð á röng­um sök­um, svo lág að við get­um gefið okk­ur að 95-99% mála séu sönn. Mun­um að þrátt fyr­ir þá töl­fræði eru flest mál felld niður og því end­ur­spegl­ar rétt­ar­kerfið á eng­an hátt sak­leysi meintra gerenda. Að mál séu niður­felld þýðir ekki að meint­ir gerend­ur séu sak­laus­ir. Það þýðir ein­ung­is að ekki hafi verið hægt að sanna sekt meints ger­anda fyr­ir dóm­stól­um. Niður­fell­ing er ekki sýkn­un. Niður­fell­ing er ekki efi á því sem gerðist, niður­fell­ing þýðir ekki að við eig­um ekki að trúa þolend­um. Sönn­un­ar­byrði í nauðgun­ar­mál­um er mjög þung og því er mjög al­gengt að mál eru felld niður, kyn­ferðis­brot fara fram á bakvið lukt­ar dyr þar sem sjald­an eru vitni. En rétt­ar­kerfið okk­ar veg­ur orð meintra gerenda alltaf þyngra en orð þeirra sem brotið er á.

Kveðja,
Öfgar