fös 16.sep 2022
Byrjunarliðin í enska: Fyrsti leikur Willian fyrir Fulham - Coutinho byrjar
Willian
Philippe Coutinho
Mynd: Getty Images

Enski boltinn fer aftur á fulla ferð um helgina eftir að öllum leikjum á Englandi var frestað um síðustu helgi.Tveir leikir fara fram í kvöld en það er annars vegar viðureign Nottingham Forest og Fulham og hins vegar Aston Villa og Southampton.

Willian er í byrjunarliði Fulham en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea gekk til liðs við félagið á dögunum. WIlly Boly byrjar hjá Forest eftir að hafa komið frá Wolves.

Steven Gerrard gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði jafntefli gegn Man City. Ashley Young og Philippe Coutinho snúa aftur í liðið. Þeir koma inn fyrir Matty Cash og Douglas Luiz,

Nýjasti leikmaður Southampton Duje Caleta-Car er á bekknum í kvöld.

Forest: Henderson, Williams, Cook, McKenna, Boly, Lodi, Yates, Gibbs-White, Freuler, Johnson, Awoniyi.

Fulham: Leno, Tete, Adarabioyo, Diop, Ream, Reed, Palhinha, Pereira, Willian, Cordova-Reid, Mitrovic.

Aston Villa: Martinez, Young, Konsa, Mings, Digne, Kamara, McGinn, Ramsey, Coutinho, Bailey, Watkins.

Southampton: Bazunu, Walker-Peters, Bella-Kotchap, Salisu, Perraud, Ward-Prowse, Diallo, Elyounoussi, Djenepo, A Armstrong, Adams.