fös 16.sep 2022
Lengjudeild kvenna: FH deildarmeistari eftir jafntefli á Sauðárkróki
Tindastóll fékk FH í heimsókn í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Lokaumferðin var spiluð í kvöld en aðalleikurinn var á Sauðárkróki. FH var á toppnum fyrir leikinn stigi á undan Tindastóli sem þýddi að Hafnfirðingunum dugði jafntefli til að tryggja sér sigur í deildinni.

FH komst yfir strax á 4. mínútu en Hugrún Pálsdótir jafnaði metin fyrir Tindastól. FH komst aftur yfir en aftur jafnaði Tindastóll. 2-2 var staðan í háflleik.

Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki í þeim síðari svo fór að FH tryggði sér titilinn. En bæði lið voru þegar búin að tryggja sér sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð.

Önnur úrslit á leiðinni....

Haukar 19:15 Augnablik

Fylkir 2 - 1 Grindavík
0-1 Mimi Eiden ('6 )
1-1 Ragnheiður Ríkharðsdóttir ('44 )
2-1 Tijana Krstic ('81 )

HK 19:15 Fjarðab/Höttur/Leiknir

Víkingur R. 19:15 Fjölnir

Tindastóll 2-2 FH
0-1 Kristin Schnurr ('5 )
1-1 Hugrún Pálsdóttir ('23 )
1-2 Berglind Þrastardóttir ('30 )
2-2 Murielle Tiernan ('35 )

Ath. Það gæti tekið tíma fyrir töfluna að uppfærast.