fös 16.sep 2022
[email protected]
Cooper: Þurfum að líta í eigin barm
Nottingham Forest tapaði gegn Fulham í kvöld en nýliðarnir eru aðeins með 4 stig eftir sjö leiki.
Steve Cooper stjóri liðsins var að vonum svekktur eftir leikinn. „Við gerðum okkur þetta sjálfir. Við þurfum að líta í eigin barm því við bregðumst ekki nógu vel við þegar við fáum á okkur mark. Okkur hefur verið refsað í nokkur skipti. Hvort sem það er skortur á einbeitingu, stressi, ég veit það ekki," sagði Cooper Forest var marki yfir í hálfleik en fékk á sig þrjú mörk á fimm mínútna kafla og tapaði að lokum 3-2.
|