fös 16.sep 2022
Björgvin Karl: Held að okkur hafi verið spáð 10. sæti þannig að við verðum að vera mjög kát
Björgvin Karl Gunnarsson

„Mér fannst leikurinn alveg þokkalegur, við vorum ekkert sérstakar í fyrri hálfleik en svo komum við sterakar í seinni og skorum mark og okkur leið bara mjög vel, vorum að ná góðum tökum á leiknum svo missum við mann út af og eftir það var þetta svolítið ströggl og við vorum í rauninni bara að verjast síðustu mínúturnar", sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis eftir 1-1 jafntelfi við HK í lokaumferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.Linli Tu markahæsti leikmaður mótsins kom Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í forystu á 51. mínútu en á 54. mínútu misstu þær svo leikmann af velli með rautt spjald. Liðið náða að verja forystuna fram á síðustu mínútu leiksins þegar HK-ingar jöfnuðu metin, 

„Já, það var mjög súrt, 45 sekúndur eftir af uppbótatíma og það var mjög súrt að fá á sig jöfnunarmark á þeim tíma".

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir voru nýliðar í deildinni í sumar en enduðu í 5. sæti, Björgvin sagðist vera ánægður með sumarið og stoltur, 

„Heilt yfir bara mjög gott, mjög stoltir af liðinu, frábært liðsheild og leikmenn búnir að standa sig gríðarlega vel og svona ein og ein sem að við hefðu kannski getað dottið okkar megin og þá hefðum við verið ofar en ég hugsa að heilt yfir verðum við mjög sátt við þetta, ég held að okkur hafi verið spáð 10. sæti þannig að við verðum að vera mjög kát".

Viðtalið við Björgvin Karl má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.