fös 16.sep 2022
Hasenhuttl: Langt því frá í úrvalsdeildarklassa

Aston Villa vann Southampton með 1-0 í kvöld en leikurinn var ekki mikið fyrir augað.Ralf Hasenhuttl stjóri Southampton var svekktur með frammistöðu sinna manna í kvöld.

„Við höfum séð betri fótboltaleiki í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Til hamingju Aston Villa, þeir fengu eitt færi og skoruðu, við fengum ekkert. Svo þeir áttu sigurinn skilið," sagði Hasenhuttl.

„Þetta var langt frá því að vera í úrvalsdeildarklassa hjá báðum liðum. Ég vil samt bara tala frá okkur séð."