lau 17.sep 2022
[email protected]
England í dag - Manchester City heimsækir Úlfana í hádeginu
Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Veislan hefst kl 11:30 þar sem Wolves fær Manchester City í heimsókn. Úlfarnir eru með sex stig eftir sex leiki en það hafa ekki komið mörg mörk í leikjum liðsins á þessari leiktíð. Liðið er með markatöluna 3-4. City er stigi á eftir toppliði Arsenal en Erling Haaland hefur komið gríðarlega sterkur inn í liðið. Kl 14 er svo leikur Newcastle og Bournemouth og svo klukkan 16:30 ljúka Tottenham og Leicester dagskránni í dag. ENGLAND: Premier League 11:30 Wolves - Man City 14:00 Newcastle - Bournemouth 16:30 Tottenham - Leicester
|