lau 17.sep 2022
Gunnar Bergmann framlengir við Aftureldingu
Gunnar Bergmann Sigmarsson

Gunnar Bergmann Sigmarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Aftureldingu. Hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2025.Gunnar er 21 árs gamall varnarmaður og hefur verið í lykilhlutverki í liði Aftureldingar síðan hann gekk til liðs við félagið frá KFG síðasta vetur.

Það er mikil ánægja með störf Gunnars í Mosfellsbænum og eru menn spenntir að sjá hann taka næstu skref með félaginu.

Hann hefur leikið 18 af 21 leik liðsins í Lengjudeildinni í sumar en liðið er í 7. sæti fyrir lokaumferðina í dag.