lau 17.sep 2022
[email protected]
Bestur í 2. deild - „Hann er löðrandi í gæðum"
Julio Cesar Fernandes hjá KF er ICE leikmaður 21. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði fjögur mörk í 8-3 stórsigri á Reyni S.
„Ætli hann hafi ekki búið til svona átta færi," sagði Sverrir Mar ..Akkúrat, hann var skapandi fram á við og hitti á góðan leik. Hann er löðrandi í gæðum og hefur verið flottur í sumar hjá KF," sagði Óskar Smári. Fernandes er í baráttu um gullskóinn en hann er með 15 mörk, einu marki minna en Áki Sölvason hjá Völsungi og Oumar Diouck hjá Njarðvík. Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum. Lokaumferðin fer fram í dag. 2. deild karla 13:00 Höttur/Huginn-KF (Vilhjálmsvöllur) 14:00 Reynir S.-KFA (BLUE-völlurinn) 14:00 ÍR-Njarðvík (ÍR-völlur) 14:00 Víkingur Ó.-Haukar (Ólafsvíkurvöllur) 14:00 Þróttur R.-Ægir (AVIS völlurinn) 16:00 Magni-Völsungur (Grenivíkurvöllur)
|