lau 17.sep 2022
Evra hefði frekar viljað spila fyrir Senegal

Patrice Evra fyrrum landsliðsmaður Frakklands segir að ef hann gæti farið aftur í tímann hefði hann valið að spila fyrir Senegal frekar en Frakkland.Evra er fæddur í Senegal en flutti ungur ásamt fjölskyldu sinni til Frakklands.

„Þegar þú vinnur er þér fagnað eins og þú sért Frakki. En þegar þú tapar þá var alltaf nefnt að ég væri senegalskur," sagði Evra.

Evra lék 81 landsleik fyrir Frakkland. Hann lék á EM 2008, 2012 og 2016 og á HM 2010 og 2012. Hann var fyrirliði liðsins á HM 2010.