lau 17.sep 2022
Byrjunarlið Wolves og Man City: Grealish byrjar - Enginn Diego Costa

Manchester City hefur tækifæri á því að fara á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðið mætir Wolves á útivelli kl 11:30. Byrjunarlið liðana voru að detta í hús.Hvorki Diego Costa né Adama Traore eru í leikmannahópi Wolves í dag. Það er mikið um meiðsli fram á við en Neto, Goncalo Guedes og Daniel Podence eru í fremstu víglínu í dag.

Manuel Akanji er við hlið Ruben Dias í vörninni hjá City en það lítur út fyrir að John Stones sé í hægri bakverði.

Þá er Jack Grealish ásamt Phil Foden og Erling Haaland í fremstu víglínu.

Wolves: Sa; Jonny, Collins, Kilman, Ait-Nouri; Moutinho, Nunes, Neves; Neto, Guedes, Podence

Man City: Ederson; Stones, Dias, Akanji, Cancelo; Rodri, De Bruyne, Bernardo; Foden, Haaland, Grealish