lau 17.sep 2022
[email protected]
Akanji alltaf spurður út í Haaland: Verið svona í tvö og hálft ár
Manuel Akanji miðvörður Manchester City hefur komið vel inn í liðið en hann er í byrjunarliðinu sem mætir Wolves í dag.
Hann var til viðtals fyrir leikinn en þar var hann spurður hverju hann þyrfti að aðlagast mest á Englandi. „Það eru miklu meiri gæði, ákefð á æfingum," sagði Akanji. Hann var spurður út í Erling Haaland en þeir voru samherjar hjá Dortmund. „Ég þarf að svara einhverjum spurningum um hann í hverju einasta viðtali. Ég er orðinn vanur því, þetta hefur verið svona í tvö og hálft ár. Hann er frábær gaur og ég vona að hann haldi áfram að skora mörk," sagði Akanji.
|