lau 17.sep 2022
Byrjunarlið Víkinga og KR: Kjartan Henry ekki í hóp hjá KR
Kjartan Henry er fjarri góðu gamni í dag.
Víkingar taka á móti KR í 22.umferð Bestu deildar karla í Víkinni í dag en flautað verður til leiks í Víkinni klukkan 14 sem og á öðrum völlum en öll umferðin fer fram á sama tíma. Víkingar sem eru í eltingarleik við topplið Breiðabliks má illa við því að misstíga sig í leik dagsins og hætta á að Breiðablik nái níu stiga forystu á toppi deildarinnar nú þegar henni verður skipt. KR sem þegar hefur tryggt sér sæti í efri hluta deildarinnar hefur almennt að litlu að keppa en getur svo sannarlega orðið örlagavaldur í mótinu og ætlar sér eflaust að hafa mikil áhrif á hvernig hlutirnir munu þróast.

Víkingar stilla upp sama liði og lagði Keflavík þegar liðin mættust í Keflavík um liðna helgi.
Gestirnir úr Vesturbæ gera nokkrar breytingar. Kristinn Jónsson og Aron Þórður Albertsson fara úr byrjunarliðinu fyrir þá Hall Hansson og Aron Kristófer Lárusson. Þá vekur athygli að Kjartan Henry Finnbogason er hvergi sjáanlegur á skýrslu hjá KR en hann hefur lítið fengið að spila á mótinu til þessa.

Byrjunarlið Víkinga
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Júlíus Magnússon (f)

Byrjunarlið KR
1. Beitir Ólafsson (m)
2. Stefán Árni Geirsson
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson (f)
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Pontus Lindgren
16. Theodór Elmar Bjarnason
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson

Beinar textalýsingar:
14:00 Breiðablik - ÍBV
14:00 Víkingur - KR
14:00 Valur - KA
14:00 Stjarnan - FH
14:00 Fram - Keflavík
14:00 ÍA - Leiknir