lau 17.sep 2022
Richarlison: Everton á langt í land

Richarlison gekk til liðs við Tottenham í sumar frá Everton en hann segir það að hluta til vegna metnaðarleysis hjá Everton.Það gekk afar illa hjá félaginu undir stjórn Frank Lampard á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í 16. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er metnaðarleysi í félaginu um þessar mundir, ekki nógu mikill ákafi í að vinna leiki og titla. Ég var þarna í fjögur ár og ég sá að það var enn langt í land með að ná árangri," sagði Richarlison.

„Mér fannst þetta rétti tíminn til að yfirgefa félagið og þeir þurftu á peningunum að halda. Þetta var góður díll fyrir alla. Ég er hæstánægður með nýja áskorun hjá Spurs."

Richarlison skoraði sín fyrstu mörk fyrir Tottenham í síðustu viku þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Marseille í Meistaradeildinni.

Sjá einnig:
Tilfinningarnar báru Richarlison ofurliði eftir leik