lau 17.sep 2022
Vont versnar fyrir Wolves - Tveimur mörkum undir og manni færri
Glórulaust!

Manchester City er 2-0 yfir gegn Wolves í hálfleik en útlitið er ansi svart fyrir Úlfana.Jack Grealish kom City yfir eftir tæpa mínútu og Erling Haaland tvöfaldaði forystuna.

Nathan Collins var síðan rekinn af velli eftir rúmlega hálftíma leik og munu því Úlfarnir spila manni færri það sem eftir lifir leiks.

Collins sýndi óskiljanlega tilburði þegar hann stökk upp með takkana á undan sér í baráttuna við Grealish með þeim afleiðingum að hann sparkaði í kviðinn á honum.

Atvikið má sjá hér.