lau 17.sep 2022
[email protected]
Byrjunarlið Fram og Keflavíkur: Þrír í banni hjá Keflavík
Það verður gríðarlega áhugaverður leikur í Bestu deildinni þegar Fram fær Keflavík í heimsókn í Úlfarsárdal.
Lokaumferðin fyrir tvískiptinguna fer fram kl 14 í dag en sigurvegarinn í viðureign Fram og Keflavík getur endað í efri hlutanum ef Stjarnan tapar gegn FH. Það er ein breyting á liði Fram eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV. Almarr Ormarsson sest á bekkinn og Indriði Áki Þorláksson kemur inn í hans stað. Dani Hatakka, Patrik Johannesen og Sindri Snær Magnússon taka allir út leikbann í liði Keflavíkur. Beinar textalýsingar: 14:00 Breiðablik - ÍBV 14:00 Víkingur - KR 14:00 Valur - KA 14:00 Stjarnan - FH 14:00 Fram - Keflavík 14:00 ÍA - Leiknir
|