lau 17.sep 2022
[email protected]
Þýskaland: Bayern tapaði - Án sigurs í fjórum leikjum í röð
 |
Moukoko og Haaland fyrrum liðsfélagar |
Bayern Munchen hefur byrjað tímabilið í þýsku deildinni afar illa.
Liðið tapaði gegn Augsburg í dag með einu marki gegn engu. Fyrir leikinn í dag hafði liðið gert þrjú jafntefli í röð í deildinni. Bayern er þremur stigum á eftir toppliði Dortmund sem vann Schalke 1-0. Hinn 17 ára gamli Youssufa Moukoko var hetja Dortmund. Union Berlin og Freiburg spila á morgun en liðin eru á milli Dortmund og Bayern í deildinni. Hoffenheim er með jafn mörg stig og Bayern en liðið mætir Freiburg.
|