sun 18.sep 2022
Ítalía í dag - Stórleikir á svakalegum sunnudegi
Mynd: EPA

Það er svakalegur dagur framundan í ítalska boltanum þar sem Inter byrjar daginn á útileik gegn Udinese. Juventus tekur svo við á útivelli gegn nýliðum Monza á meðan Fiorentina og Lazio mæta einnig til leiks á þessum frábæra sunnudegi.Veislan hefst fyrir alvöru þegar Roma tekur á móti Atalanta klukkan 16:00. Eftir leikslok í Róm er enn stærri stórleikur á dagskrá í Mílanó, þar sem AC Milan mætir Napoli í risaslag.

Það ríkir gríðarlega mikil eftirvænting fyrir þessari umferð. Udinese hefur verið að spila vel og gæti reynst erfiður andstæðingur fyrir Inter á meðan Juve hefur verið að spila herfilega og þarf að fara varlega gegn Monza.

Átta efstu lið deildarinnar mæta til leiks í dag þar sem pakkinn er ótrúlega þéttur uppi á toppinum. Hægt er að skoða stöðutöfluna hér fyrir neðan.

Stöð 2 Sport 2 er með sýningarréttinn á ítalska boltanum.

Leikir dagsins:
10:30 Udinese - Inter
13:00 Monza - Juventus
13:00 Fiorentina - Verona
13:00 Cremonese - Lazio
16:00 Roma - Atalanta
18:45 Milan - Napoli