sun 18.sep 2022
Ensku stórliðin vilja Skriniar á frjálsri sölu
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Mynd: Getty Images

Slúðurpakki sunnudagsins er á sínum stað. BBC tók slúðrið saman og græjaði þennan skemmtilega pakka. Það lítur út fyrir að Milan Skriniar, Jorginho, Romelu Lukaku og Moussa Diaby séu að fara að skipta um félag á næsta ári og þá eru Rauðu djöflarnir í Manchester orðaðir við bæði Jan Oblak og Antoine Griezmann.
Manchester City, Tottenham og Chelsea fylgjast náið með Milan Skriniar, 27 ára varnarmanni Inter sem PSG reyndi að kaupa í sumar án árangurs. Skriniar á aðeins eitt ár eftir af samningnum við Inter og gæti því farið á frjálsri sölu næsta sumar. (Sun)

Barcelona er að skoða að krækja í Jorginho á frjálsri sölu næsta sumar. Þessi þrítugi landsliðsmaður Ítalíu á tæpt ár eftir af samningi. (Mirror)

Man City ætlar að bíða þar til eftir HM í Katar til að hefja samningsviðræður við varnarmann sinn og enska landsliðsins Kyle Walker, 32 ára, sem rennur út á samningi næsta sumar. (Star)

Chelsea er tilbúið til að hefja viðræður við Inter um varanleg félagsskipti Romelu Lukaku, 29, aftur í ítalska boltann. (Calciomercato)

Leicester hefur áhuga á Thomas Frank til að taka við starfi Brendan Rodgers ef sá síðarnefndi verður rekinn. (Telegraph)

Nottingham Forest vill framlengja samninginn við knattspyrnustjórann Steve Cooper. Stjórnendur Forest telja það aðeins vera tímaspursmál hvenær stærra félag stígur fram til að bjóða honum samning. Forest er með Kjetil Knutsen (Bodö/Glimt) og Sean Dyche (Fyrrum stjóra Burnley) efsta á óskalista ef Cooper fer. (Sun)

Newcastle United vill kaupa Viktor Tsygankov, 24 ára kantmann Dynamo Kyiv, í janúar. Borussia Dortmund, RB Leipzig, Wolves og West Ham eru einnig meðal áhugasamra félaga. (Jeunes Footeaux)

Moussa Diaby, 23 ára kantmaður Bayer Leverkusen og franska landsliðsins, hefur vakið mikinn áhuga á sér. Chelsea, Tottenham, Arsenal, Man City og Newcastle vilja öll kaupa hann. (90min)

Manchester United hefur áhuga á að kaupa Antoine Griezmann, 31, í janúar. (Express)

Man Utd vill einnig kaupa Jan Oblak, 29 ára markvörð Atletico Madrid og slóvakíska landsliðsins. Oblak hefur lengi verið talinn einn af bestu markvörðum heims og yrði verðmiðinn gríðarlega hár. (Jeunes Footeaux)

Liverpool og Man Utd vilja bæði krækja í Joao Gomes, 21 árs miðjumann Flamengo, í janúar. (Calciomercato)

Man City, Chelsea, Liverpool og Leeds vilja öll fjárfesta í Cole Brannigan, kornungum leikmanni Linfield og U16 ára landsliðs Norður-Írlands. (Sun)