sun 18.sep 2022
Meiðsli Marco Reus eru ekki alvarleg

Marco Reus sneri illa upp á ökkla í 1-0 sigri Borussia Dortmund gegn Schalke í gær.Meiðslin litu afar illa út þar sem Reus lá eftir sárþjáður í grasinu og var skipt af velli.

Reus hefur glímt við sinn skerf af meiðslum á ferlinum og var óttast að hann kæmist ekki með á HM í Katar sem hefst eftir níu vikur.

Eftir nánari skoðun kom í ljós að ökklameiðslin eru ekki alvarleg og að Reus verður aðeins frá keppni í um þrjár vikur.

Reus er algjör lykilmaður í liði Dortmund og á 15 mörk í 48 leikjum fyrir Þýskaland.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Marco Reus missteig sig illa