sun 18.sep 2022
Myndband: Stökk yfir Barca merkið til að stíga ekki á það

Merki FC Barcelona er heilagt þar á bæ og bera leikmenn félagsins augljóslega mikla virðingu fyrir því. Leikmenn átta sig á því að merkið er mikilvægt en sumir taka því alvarlegar en aðrir. Varnarmaðurinn Ronald Araújo er einn þeirra.

Araújo var í byrjunarliði Barcelona í 3-0 sigri gegn Elche um helgina og átti áhugavert atvik sér stað undir lok uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Araujo elti boltann útfyrir hliðarlínu til að taka innkast. Boltinn rúllaði yfir merki Barcelona sem hafði verið slegið í grasið en Araujo passaði sig að stíga ekki á merkið, heldur stökk hann þess í stað yfir það.