sun 18.sep 2022
Sjáðu flotta takta Diangana gegn Norwich

West Bromwich Albion keypti Grady Diangana af West Ham fyrir tveimur árum og virðist kantmaðurinn fyrst núna vera að finna taktinn hjá sínu nýja félagi.Leikstíll West Brom hentaði ekki Diangana fyrr en á þessari leiktíð þar sem liðið er byrjað að spila boltanum meira frekar en að beita beinskeittum skyndisóknum.

West Brom er aðeins með tíu stig eftir tíu umferðir en frammistöðurnar lofa góðu, þá sérstaklega hjá Diangana sem er kominn með eitt mark og þrjár stoðsendingar.

Diangana hefur verið að sýna flotta takta og leika listir sínar í nánast hverjum einasta leik á tímabilinu en það vantar aðeins uppá færanýtinguna og ákvarðanatökuna hjá þessum efnilega leikmanni. Diangana er 24 ára gamall og er búist við miklu af honum í framtíðinni.

Hér fyrir neðan má sjá tvær klippur af Diangana leika listir sínar gegn toppbaráttuliði Norwich er liðin skildu jöfn eftir jafnan leik í Norwich í gær.

Sjáðu hvernig Diangana klobbaði Max Aarons