sun 18.sep 2022
Myndband: Brjálaður eftir tvöfalda skiptingu Inzaghi á 31. mínútu

Inter heimsótti Udinese í fyrsta leik dagsins í ítalska boltanum og tapaði 3-1 eftir nokkuð jafnan leik.Simone Inzaghi þjálfari Inter var ekki sáttur með gang mála á fyrsta hálftíma leiksins og ákvað að gera tvöfalda skiptingu. Hann tók miðvörðinn Alessandro Bastoni og sóknartengiliðinn Henrikh Mkhitaryan af velli á 31. mínútu, en þeir voru báðir komnir með gult spjald.

Federico Dimarco og Roberto Gagliardini komu inn í þeirra stað en það breyttist lítið sem ekkert inni á vellinum.

Bastoni, sem Antonio Conte og Fabio Paratici reyndu ólmir að fá til Tottenham í sumar, var ekki sáttur með skiptinguna og leyndi ekki reiði sinni þegar hann settist á varamannabekkinn.

Robin Gosens róaði hann niður og minnti á að það væru myndavélar að fylgjast með honum.