sun 18.sep 2022
Gabriel endurtók tíst Ivan Toney frá því fyrir ári síðan

Arsenal heimsótti Brentford og fór létt með nágranna sína í Lundúnaslag í dag.Liðin mættust á svipuðum tíma í fyrra og hafði Brentford þá betur í heimaleiknum, með 2-1 sigri.

Ivan Toney fór á Twitter eftir sigurinn og potaði aðeins í Arsenal-menn en Gabriel Magalhaes, miðvörður Arsenal, svaraði honum í dag.

Gabriel tísti nákvæmlega sömu orðum og Toney hafði gert fyrir ári síðan. Þau má sjá hér fyrir neðan.