sun 18.sep 2022
2. deild kvenna: Fram vann deildina - Auðvelt fyrir Gróttu

Fram vann 2. deild kvenna með sigri á útivelli gegn ÍR í dag. Jessica Grace Kass Ray skoraði bæði mörk leiksins.Fram er með 38 stig fyrir lokaumferðina og Grótta með 34.

Grótta rúllaði þá yfir KH og er í öðru sæti en upplýsingar um markaskorara eiga eftir að berast. Grótta skoraði fimm mörk gegn einu samkvæmt vefsíðu urslit.net.

Grótta er í baráttu við Völsung um annað sæti deildarinnar.

Í neðri hlutanum er Álftanes í öðru sæti eftir auðveldan sigur gegn ÍH. 

ÍR 0 - 2 Fram
0-1 Jessica Grace Kass Ray ('28)
0-2 Jessica Grace Kass Ray ('61)

KH 1 - 5 Grótta
urslit.net

ÍH 1 - 4 Álftanes
0-1 Lilja Björk Unnarsdóttir ('10 )
0-2 Lilja Björk Unnarsdóttir ('18 )
0-3 Jóhanna Melkorka Þórsdóttir ('40 )
1-3 Sierra Marie Lelii ('50 )
1-4 Hrefna Jónsdóttir ('90 )