sun 18.sep 2022
Arnar Páll: Ég er bara leiður
KR er fallið úr efstu deild eftir tap á heimavelli gegn Selfossi. Selfoss leiddi eftir jafnan fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks. Þjálfari KR Arnar Páll Garðarsson mætti súr í viðtal eftir leik.

„Ég er bara leiður eiginlega bara fyrstu viðbrögðin, maður er bara sorgmæddur yfir þessu og það eru kannski fyrstu viðbrögðin eftir þennan leik."

Hvað hefði KR getað gert betur í sumar?

„Í mjög fljótu bragði litið erum við að fá alltof mörg mörk á okkur til þess að getað haldið okkur uppi í deildinni, það er kannski augljósi hluturinn."

Arnar Páll heldur ekki áfram með KR eftir tímabilið, en hvert fer Arnar?

„Ég er bara sultuslakur yfir þessu öllu saman. Ég er búinn að fá nokkur símtöl og svo bara skoðar maður þetta þegar tímabilið er búið og tekur síðan ákvörðun þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.