sun 18.sep 2022
[email protected]
Moyes: Fór virkilega í taugarnar á mér
 |
David Moyes |
West Ham tapaði með einu marki gegn engu gegn Everton í dag. Neal Maupay skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton.
Markið kom snemma í síðari hálfleik en West Ham steig loks upp eftir að hafa fengið markið á sig. „Það fór virkilega í taugarnar á mér. Það sýndi að leikmennirnir áttu meira inni en stigu ekki upp fyrr en eftir markið," sagði Moyes í samtali við Football.London. Tímabilið hefur farið afar illa af stað hjá West Ham en þetta var fimmta tapið þeirra í sjö fyrstu leikjunum.
|