sun 18.sep 2022
De Zerbi tekur við Brighton (Staðfest)

Brighton hefur fundið nýjan stjóra en Roberto De Zerbi er tekinn við liðinu og hefur gert fjögurra ára samning.De Zerbi var síðast hjá Shakhtar Donetsk en hætti þar eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Hann vakti athygli fyrir störf sín hjá Sassuolo á Ítalíu þar sem liðið endaði í 8. sæti í Serie A í tvígang. Þá vann hann Ofurbikarinn í Úkraínu með Shakhtar.

Brighton hefur náð samkomulagi við þjálfarateymið hans og munu þeir verða klárir að stýra liðinu gegn Liverpool í næstu umferð.