sun 18.sep 2022
[email protected]
Besta deild kvenna: Breiðablik heldur í vonina - Erfitt hjá Aftureldingu
 |
Agla María Albertsdóttir |
Breiðablik 3 - 0 Afturelding 1-0 Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('52) 2-0 Agla María Albertsdóttir ('70) 3-0 Agla María Albertsdóttir ('82)
Breiðablik heldur örlitlu lífi í toppbaráttunni eftir 3-0 sigur á Aftureldingu í kvöld. Breiðablik er sex stigum á eftir toppliði Vals þegar tvær umferðir eru eftir. Afturelding er hins vegar í erfiðum málum þar sem liðið er í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti. Breiðablik var með mikla yfirburði í kvöld en náði ekki að brjóta ísinn fyrr en í upphafi síðari hálfleiks þegar Írena Héðinsdóttir Gonzalez kom boltanum í netið. Agla María Albertsdóttir bætti tveimur mörkum við áður en flautað var til leiksloka.
|