sun 18.sep 2022
[email protected]
Ítalía: Napoli á toppinn eftir sigur á AC Milan
 |
Giovanni Simeone |
AC Milan 1-2 Napoli 0-1 Matteo Politano ('55) 1-1 Olivier Giroud ('69) 1-2 Giovanni Simeone ('78)
AC Milan fékk Napoli í heimsókn í síðasta leik 7. umferðar í ítölsku Serie A í dag. Liðin voru jöfn að stigum með 14 stig fyrir leikinn og var tækifæri fyrir bæði lið að komast á toppinn. Staðan var markalaus í hálfleik en í upphafi síðari hálfleik fékk Napoli vítaspyrnu. Matteo Politano steig á punktinn og skoraði. Olivier Giroud jafnaði metin en Giovanni Simeone tryggði Napoli sigurinn. Þetta var gríðarlega sterkur sigur í ljósi þess að Napoli var án Victor Oshimen og Luciano Spalletti stjóra liðsins sem var í banni eftir að hafa fengið brottvísun í síðasta leik gegn Spezia.
|