sun 18.sep 2022
Sjáðu atvikið: Skammarleg dýfa hjá Vinicius Júnior

Vinicius Jr leikmaður Real Madrid var mikið milli tannana á fólki fyrir viðureign liðsins gegn Atletico Madrid þar sem hann varð fyrir kynþáttafordómum.Stuðningsmenn Atletico Madrid gerðu sig seka um að halda því áfram á meðan á leiknum stóð í kvöld sem Real Madrid vann 2-1.

Vinicius var líflegur í leiknum og átti m.a. stórann þátt í öðru marki liðsins. Hann varð sér hins vegar til skammar þegar hann féll með tilþrifum þegar Reinildo Mandava leikmaður Atletico gaf honum olnbogaskot.

Höggið var ekki mikið en vissulega óþarfi hjá Mandava. Atvikið má sjá hér.